Landakort eru smækkuð mynd af raunveruleikanum. Öll kort koma í ákveðnum stærðarhlutföllum þar sem hver sentimetri jafngildir ákveðnum kílómetra. T.d. á 1:500.000 korti þá er hver sentimetri 5 kílómetrum.
Hér að neðan eru algengustu stærðarhlutföllin.
1:500.000 Hver sentimetri jafngildir 5 km
1:250.000 Hver sentimetri jafngildir 2,5 km
1:100.000 Hver sentimetri jafngildir 1 km
1:50.000 Hver sentimetri jafngildir 0,5 km (500m)
1:25.000 Hver sentimetri jafngildir 0,25 km (250m)
Þumalputtaregla: Taka FIMM (5) núll aftan af mælikvarða kortsins sést hvað hver sentimetri á kortinu er margir kílómetrar
Gott er að muna að kort með stórum stærðarhlutföllum gefa okkur ágætis heildarmynd en litla nákvæmni.
Á myndbandinu er einungis farið yfir hvernig við getum mælt vegalengdir á landakorti. Ekki er farið í yfir leiðarval, hæð o.s.frv.
Pappakort eru í tvívídd og sem þýðir að við horfum beint ofan á landakortið. Allar vegalengdir sem að við mælum á kortinu er því "beinar línur" eða eins og hrafninn flýgur. Raunveruleikinn er hins vegar sá að til að fá raun vegalengd verðum við að bæta við hæð.
Sjá hæð
Þegar við erum að ferðast verðum við að vita hversu langan tíma hver og einn leggur tekur.
Gott er því að vera búinn að reikna út áður en haldið er af stað.
Hér að neðan eru viðmið sem hægt er að notast við gerð tímaáætlunar.
__________________________________________________________________________
Á góðum stígum
4 km/klst
3 km/klst – með nokkrum stoppum
2 km/klst – með mörgum stoppum
____________________________________________________
Utan göngustíga
3 km/klst – í opnu landslagi.
1 km/klst – í erfiðu landslagi eða við erfiðar aðstæður (t.d. skóglendi eða snjór).
Minna en 1 km/klst – í mjög erfiðu landslagi eða við mjög erfiðar aðstæður (t.d. þétt skóglendi eða mikill snjór).
____________________________________________________
Viðbótartímakröfur
Bæta við 10 mínútum á klukkustund fyrir hvíld, stopp eða myndatökur
____________________________________________________
Hæð – hækkun
Bæta við 1 klst fyrir hverja 300 metra hækkun
Hæð – lækkun
Bæta við 10 mínútum fyrir hverja 300 metra lækkun
____________________________________________________
Annað sem ber að hafa í huga
Takið tillits til hreysti hópsins sem ferðast er með
Stærð bakpoka
Tíma dagsins
Að ferðast niður getur tekið jafn langan (eða lengri) tíma og að fara upp í móti
Gefið ykkur auka tíma fyrir hættur, t.d. að vaða yfir á eða ferðast yfir mjög erfitt landslag.
__________________________________________________________________________
Hafa ber í huga að taflan hér að ofan er einungis til viðmiðunar. Ávallt skal tekið tillit til þeirra sem munu ferðast og aðstæðna hverju sinni.
Ávallt skal taka tillit til lengd og árstíð ferðalagsins. Þegar við erum að fara í dagsferð þá getur verið ásættanlegt að ferðast í 10+ tíma á einum degi. Hins vegar þegar ferðalagið er orðið nokkrir dagar þarf að áætla styttri tíma á göngu fyrir hvern dag. Ágætt er að miða við að taka saman tjald að morgni, elda, ferðast og setja upp tjald að kvöldi taki í heildina ekki mikið meira en 8 klukkustundir. Það er ástæða fyrir því að yfirvinna er borguð eftir 8 klukkustunda vinnudag hjá flestum atvinnurekendum.