Þegar leggja skal af stað í ferðalag er mikilvægt að muna að í upphafi skal endinn skoða. Við þurfum að afla okkur upplýsinga um leiðina sem að við ætlum að ferðast um, t.d. skoða leiðarval, veðurfar, fjarskipti, hættur á leiðinni og svo mætti áfram telja. Gott skipulag og undirbúningur geta verið skilinn milli þess hvort að ferðalagið heppnist eður ei. Á þessari vefsíðu munum við einbeita okkur að rötun og hvar við getum aflað okkur upplýsinga til að komast heil heim.
Mikilvægt er að muna að yfirferð á einni vefsíðu gerir okkur ekki meistara í rötun. Heldur er þetta samblanda af reynslu og þekkingu sem kemur með tímanum. Við verðum því að byrja hægt og auka við þekkinguna jafnt og þétt. Aldrei að ana af stað í blindni.
Áður en við förum af stað þurfum við því að vera búinn að:
Búa til Leiðarkort
Gera varaáætlun
Láta aðra vita af ferðalaginu
Læra á áttavitann
Geta lesið út hæðarlínur
Lesa leiðbeiningarnar fyrir staðsetningartækið áður en við leggjum af stað
Leita ráða hjá reyndari aðilum
Kaupa viðeigandi kort fyrir svæðið
Skoða veðurfar
Skoða vatnsmagn í ám
Vera með viðeigandi búnað
Meta aðstæður
o.s.frv...
Vefsíðan byggist á hinu svokallaða leiðarkorti. Til eru margar mismunandi útfærslur af leiðarkortum en öll þeirra byggjast upp á því sama. Að afla upplýsinga.
Á vefsíðunni verður farið betur í gegnum leiðarkortið og hvernig við fyllum það út.
Hægt er að nálgast óútfyllt leiðarkort í Ítarefni.
Í gegnum vefsíðuna verður einblínt á að læra að finna hnit, hæð, stefnu og vegalengd sama hvort við erum að vinna með pappakort eða stafrænt kort.
Þegar við höfum öðlast leikni í finna þessar upplýsingar erum við betur í stakkbúinn að rata aftur heim.
Hnit = staðsetning
Hæð = hæð yfir sjávarmáli
Stefna = stefna frá einu punkti í annan (norður, suður, austur og vestur)
Vegalengd = vegalengd frá einu punkti í annan
Fyrir nokkrum árum gaf Slysavarnarfélagið Landsbjörg út að björgunaraðilar myndu notast við framsetningarmátan Decimal mínúta (hddd°mm,mmm´) á baugneti hnita og viðmiðunina WGS84. Ástæðan er sú að þá eru sem flestir að tala sama tungumálið þegar gefin er upp staðsetning.
Á vefsíðunni verður mest notast við og kennt á hddd°mm,mmm´ og WGS84.
Decimal mínúta - hddd°mm,mmm´
(gráður, mínútur og mínútubrot (1/1000 úr mín)).
WGS84
Flest nútímakort er tekinn út í viðmið WGS84
Sjá nánar; Hnit og Staðsetningartæki
Ávallt skal hafa varaáætlun!
Við verðum að vera undirbúinn fyrir hið óvænta. Við gerum því varaáætlun fyrir ferðalagið. Hvenær, hvar og hvers vegna við ætlum að snúa við.
Við þurfum einnig að átta okkur á eigin takmörkunum. Við verðum því að spyrja okkur hvort við séum líkamlega og andlega undirbúinn í ferðalagið. Við erum því alltaf að spyrja okkur hvort við höfum rétta búnaðinn, höfum við réttu þekkinguna, t.d. snjóflóðaþekkingu, þekkingu á sprungubjörgun, eru veðuraðstæður hagstæðar fyrir ferðalagið o.s.frv.
Ferðalagið byggist því upp á að afla upplýsinga, þjálfa okkur og gera áætlanir.
Við veljum okkur yfirleitt eitt aðaltól til rötunar (kort og áttavita, staðsetningartæki eða snjallsíma). Við verðum samt að kunna að LÁGMARKI á eitt tól til viðbótar því að:
Pappakortinn geta fokið
Staðsetningartækið getur bilað
Snjalltækið getur orðið rafmagnslaust
o.s.frv.
Góð vinnureglu er að áttavitinn skal ávallt vera með í för. Þá höfum við að lágmarki eitt rötunartól.
Áður en við höldum af stað verðum við að láta aðra vita af ferðalagi okkar og hvert ferðinni er heitið. Við þurfum því að skilja allar nauðsynlegar upplýsingar svo að hægt sé að aðstoða okkur ef að þörf krefur.
Góð vinnuregla er því að skilja eftir ferðaáætlanir hjá einstaklingum sem við treystum.
Hvaða upplýsingar þurfa að koma fram:
Nafn þitt og ferðafélaga
Hvernig hægt er að ná í þig/ykkur (símanúmer, VHF, Tetra o.s.frv.)
Hvert ferðalagið er (Leiðarkort)
Hvenær var lagt af stað
Áætlaður komutími
Tími sem skal hefja eftir grennslan
Mikilvægt er að skilja miða með þessum upplýsingum eftir í bílnum.
Hægt er að skilja Ferðaáætlun eftir hjá Landsbjörg.
https://safetravel.is/ferdaaaetlun?lang=is
Á síðunni munum við gera verkefni tengd Laugaveginum. Nánar tiltekið hvernig við fyllum út leiðarkortið fyrir Laugaveginn og hvaða aðrar upplýsingar gott er að hafa áður en lagt er af stað.
Heimildir
Google Earth. (e.d.). [Google Earth af Íslandi]. 12. maí, 2023. https://earth.google.com/web/search/%c3%adsland/@64.83867805,-19.34226434,603.82403892a,1010588.86591434d,35y,359.99999998h,0t,0r/data=CigiJgokCbm0xzFnCVBAEWwzXPN_CFBAGb9mv2ln4TXAIQZb-FsI9DXA